LúxusHugleiðing

Smá hugleiðing rétt fyrir mánaðamót.Þá er komin mánudagur og nýr mánuður að byrja,sem er mjög gott mál því að það er útborgunardagur á miðvikudaginn.Þá getur maður farið að útbíta aurunum í skuldir og afgangur í matinn.Endar ná engan veiginn saman,hvernig væri ef maður reykti og skemmi sér hum?Það væri bara ekki hægt í dag,minn lúxus er að hafa strákinn minn í skóla.Já það er bara staðreynd sonur minn er minn lúxus hugsa sér ótrúlegt en svona er það nú bara.Hann er minn lúxus sem ég sé sko alsekki eftir að setja mínar krónur í.Æ Ég elska og dýrka börnin mín,bara smá lúxus hugleiðing um þessi mánaðamót hehe


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elsku Guðrún mín.

Já, mánaðarmótin nálgast og eins og þú segir að þá fer einhver 9/10 í reikninga og föst útgjöld mánaðarins en restin fer í mat og annað slíkt. Ég get t.d. aldrei leyft mér að kaupa föt eða neitt slíkt. Þetta er ömurlegt en svona er þetta nú bara einu sinni. Við lifum í þessu líka flotta "velferðar þjóðfélagi". Það er nú meira "velferðar" þjóðfélagið. Ég meina, ég næ t.d. aldrei endum saman í hverjum mánuði. Það er nú bara þannig. Ég borga 100.000 kr,- í reikninga og restin fer í mat og annað slíkt. Ég hef aldrei efni á því að kaupa mér föt eða neitt slíkt. Þetta er náttúrulega bara ömurlegt.

En hafðu það sem best vinkona og njóttu lífsins. Ég er ekkert að hressast en vonandi kemur það allt saman. Hafðu það sem best Guðrún mín.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 19:50

2 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Já elsku Valli minn það er ömurlegt þetta þjóðfélag í dag.Allt svo dýrt sama hvað það er,en Guð er með okkur hann er góður og vil  okkur allt það besta.Við náum okkur á strik aftur vertu viss ég mun biðja fyrir þér valli minn.

Blíðlegt blíðu knús á þig kæri minn

Hafðu það sem best

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 30.3.2009 kl. 21:19

3 identicon

Já elsku Gunna mín ,það er alltaf  gott að geta staðið í skilum ,en það er eflaust mörgum erfitt  að gera af lágum  tekjum ,þar sem allt hefur hækkað ,og krónan hefur enn og aftur rýrnað síðustu dagana,og þá hækkar allt í kjölfarið nema launin . Jú unga fólkið okkar er framtíðin ,en skelfilegt er þó að ungafólkið okkar kemur til með að vera í skuldahafti   eftir bankahrunið hérna  ,það er sorgleg tilhugsun að hvítvoðungar og ófædd börn skuli fæðast inn í skuldir ,það er einsgott að þessar sálir séu sterkar og kunni að spila rétt úr .Þvílíkt hyldýpi  sem við erum komin í bara fyrir afglöp og hræki fárra manna ,það er skítt að þurfa að súpa seiðið af því sem aðrir hafa álpað okkur í . En þetta mun sigrast með seiglunni ,ef  við höldum vel á öll saman .

Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 23:08

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Kaupmátturinn fer rýrnandi með hverjum mánuðinum og ég skil þig vel Guðrún. Við verðum að vona að ástandið fari að lagast sem fyrst.

Hilmar Gunnlaugsson, 31.3.2009 kl. 01:45

5 Smámynd: egvania

Mér finnst þú vera dugleg að geta veitt drengnum þínum skólagöngu.

egvania, 31.3.2009 kl. 19:13

6 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Það er hrikalegt alstaðar í þjóðfélæginu og öllum heimilum.Og einsog þið segið þá er bara að vona að ástandið lagist hér áður en við förum að missa unga fólkið okkar úr landinu Það bara má ekki gerast.Hilmar og Jón

Þakka þér fyrir það Ásgerður geri allt sem ég get þar

Þakka fyrir kvittið hafið þið það sem best

Og gangi okkur öllum sem best í framtíðinni

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 31.3.2009 kl. 20:49

7 Smámynd: egvania

Innlit og kvitt

egvania, 3.4.2009 kl. 15:39

8 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

 Gaman að sjá þig blogga, þú ert duglegri en ég vinkona

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 6.4.2009 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Pálína Karlsdóttir
Guðrún Pálína Karlsdóttir

Á3drengir 1stúlka og amma 9 barnabarna.Og bý í keflavík er í Víkingslækjarætt

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 215
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 215
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband